Catsat sem er leiðandi hafupplýsingakerfi í heiminum í dag er enn að koma með spennandi nýjungar fyrir notendur Catsat. Helst er að nefna straumlög niður á 400m dýpi og kerfisleitun að álitlegum veiðisvæðum. Helstu nýjungar verða kynntar á Sjávarútvegsýningunni í Kópavogi þar sem áhugasamir geta rætt við sérfræðinga frá Catsat sem og Akor ehf til að kynnast Catsat og möguleikum þess.